spegilmynd
hylur í læk og gárar af steini
sóley á bakka brosir mót sól
grasið græna bylgjast í vindi
eins og laxinn í straumnum
á móti ég syndi
skríð uppá bakka þurrkar mig sól
ský á himni þjóta í skyndi
ligg ég um stund
og á fuglana heyri
anda að mér lofti
ligg kyrr ekki eyri
lygnir í lofti
sól verður rjóð
geng ég upp brekku
með hjarta í von
á móti mér hleypur
minn ástkæri son
við setjumst í laut
horfum um stund
sólin hún sest
á sjónarrönd
í fangi mér
liggur lítil sál
í hjarta hans slær allt
alheimsmál
í fangi mér sofandi
spegilmynd
sóley á bakka brosir mót sól
grasið græna bylgjast í vindi
eins og laxinn í straumnum
á móti ég syndi
skríð uppá bakka þurrkar mig sól
ský á himni þjóta í skyndi
ligg ég um stund
og á fuglana heyri
anda að mér lofti
ligg kyrr ekki eyri
lygnir í lofti
sól verður rjóð
geng ég upp brekku
með hjarta í von
á móti mér hleypur
minn ástkæri son
við setjumst í laut
horfum um stund
sólin hún sest
á sjónarrönd
í fangi mér
liggur lítil sál
í hjarta hans slær allt
alheimsmál
í fangi mér sofandi
spegilmynd