Hvar ertu
Ég sit við leiðið þitt
með táruga kinn
og fæ ekki skilið hví
kölluð varst burt.

Þú varst bara sjö ára
yndisleg rós
sem horfðir á lífið
með bros út á kinn

Augun þín bláu
þau lýsa mér leið
gegnum þoku og mistur
gegn harmi og þrengd

Litli bróðir skilur ei
hvar didda hans er
hann leytar en ei skilur
að horfinn þú ert

Pabbi þinn saknar þín
og syrgir hvern dag
rósina sina fögru
sinn frumburð sitt stolt

Mundu mig alltaf
engillinn minn
Mamma þig geymir
í hjartastað

Við hittumst aftur
við bláa voga og hvítar strendur
guð blessi og geymi
í nýjum heimi

þín elskandi mamma  
adda
1978 - ...


Ljóð eftir öddu

Ég leytaði
Fjöllin mín
Hvar ertu
sól