valkostur
Hugsanir flytja mig yfir hafið
Oft hef ég þangað farið
Eitt skref og hjarta mitt er brotið
Eitt skref og frelsi hef hlotið

Tvö skref og fundið hef sátt
Ein bæn og fundið hef mátt
Óttinn kemur hljótt
Læðist að mér skjótt


Mörg skref og óttinn gæti farið
Þá loks mun ég vita svarið
Vissi hvar ég hafði verið
Þar byrjaði skrefið


Um leið og á botninn er komið
Þá loks get ég aftur sofið
Á uppleið ég aftur er
Ef rétta leið ég fer
 
Svandís
1983 - ...


Ljóð eftir Svandísi

skref
minningar
valkostur