Draumablek - I
Góða nótt fólk, raunverulegt sem og ímyndað,
og njótið ævintýra þeirra er sækja á í draumi,
því unaðslega stjórnleysi sem bundið er aðeins
af þeim takmörkunum sem settar eru á hugsun.

Góðan dag fólk, grátandi sem og brosandi,
og haldið hátíðlega þessa sálumessu draumanna,
þar kvaddir eru draumar og boðuð er vonsviknin,
þar beisluð er hugsunin og grafin eru ævinýrin.

Góða ævi gott fólk, látið sem og lifandi,
og gleymið að mörg köfnum við í ösku drauma okkar.  
Viðurkenndur förumaður
1985 - ...


Ljóð eftir Viðurkenndan förumann

Leiðin er greið.
Draumablek - I