Fátæk orð
Ég grét…
Yfir leikhúsi fáránleikans.
Vegna þín sem aldrei fékkst von.
Eða þín sem hræddur eltist við tómið.
Vegna orðanna sem aldrei voru sögð,
útaf eigin hugleysi
Vegna þeirra yfirgefnu, vonsviknu.
Og hugrekki þeirra sem leyfðu sér að vona.
Vegna þín sem áttir þér drauma.
Ég grét líka vegna fegurðarinnar,
Vegna vonarinnar
um mannveruna sem ber við himinn
á fjalltindi framtíðarinnar.
Þegar þetta er allt að baki.
Hamingjusöm, frjáls
Einhverntíma.
Tónlistin lék í hjartanu
Á fiðlur fegurðarinnar.
Þeir hljómar eiga aldrei
Eftir að heyrast.
Hvernig segi ég frá því,
sem orðin geta ekki tjáð
eða því sem tónarnir geta ekki sungið?
Yfir leikhúsi fáránleikans.
Vegna þín sem aldrei fékkst von.
Eða þín sem hræddur eltist við tómið.
Vegna orðanna sem aldrei voru sögð,
útaf eigin hugleysi
Vegna þeirra yfirgefnu, vonsviknu.
Og hugrekki þeirra sem leyfðu sér að vona.
Vegna þín sem áttir þér drauma.
Ég grét líka vegna fegurðarinnar,
Vegna vonarinnar
um mannveruna sem ber við himinn
á fjalltindi framtíðarinnar.
Þegar þetta er allt að baki.
Hamingjusöm, frjáls
Einhverntíma.
Tónlistin lék í hjartanu
Á fiðlur fegurðarinnar.
Þeir hljómar eiga aldrei
Eftir að heyrast.
Hvernig segi ég frá því,
sem orðin geta ekki tjáð
eða því sem tónarnir geta ekki sungið?