

Svaf ég
í grasinu
angan blóma
og hlý gola
vöktu mig
ég teygði
úr mér
til himins
mávar hringsóluðu
í hvolfinu
fjörðurinn glampaði
trilla kjagaði
í glóandi hafinu
ilmur af kaffi
og bros móður minnar
tók á móti mér
í hlaðinu
í grasinu
angan blóma
og hlý gola
vöktu mig
ég teygði
úr mér
til himins
mávar hringsóluðu
í hvolfinu
fjörðurinn glampaði
trilla kjagaði
í glóandi hafinu
ilmur af kaffi
og bros móður minnar
tók á móti mér
í hlaðinu