Gerist á hverjum degi
Köttur hljóp á krukku
Klessti sig í hrukku
Sat þar og skeit uppá bak
Skeit í hrúu alveg uppá þak
Þaðan hann datt á þúfu
Þannig grenjaði hann á grúfu
Þá kom heimskur hundur
Hrópaði: þetta er undur!
Þá hrökk við kötturinn haltur
Heilsaði hundinum valtur
Spurði hann spjaranna út
Og sagðist hafa hrokkið í kút
Hundurinn hugsaði ekki neitt
Heimskur var hann út í eitt
Svo kom fuglinn fljúgandi
Fretaði í loftinu gargandi
Þetta var þá heljar messa
Þá fuglinn flaug á krukku, Klessa
Kötturinn horfði á hundinn
Hundur sleikti fundinn
Kötturinn vildi krækja í bita
Kræst þetta er ekkert nema fita.
Hundurinn fékk sér fjaðrir
Frekar heimskur, ekki eins og aðrir.
Ekki meiri steypa að sinni
Skemmtu þér að sögu minni.

 
A_lzheimer
1973 - ...


Ljóð eftir A_lzheimer

Skyndikynni.
Athöfn
Græðgi þunna mannsins
Gerist á hverjum degi