Að eilífu leyndarmál
Ég á vin.
Vin sem ég get treyst fyrir öllum mínum dýpstu þrám og löngunum.

Í nótt, á meðan lífið svaf,
læddist ég berfætt út í döggvott grasið
og hvíslaði í eyra hans leyndarmáli mínu;
að ég elskaði þig en myndi aldrei
aldrei
þora að segja þér það.

Og þó svo ég viti
að vinur minn muni ekki ljóstra upp leyndarmálinu
þá er hluti af mér sem vonar
heitt og innilega
að eitthvert haustkvöldið
hvísli hann leyndarmálinu í eyra þér.
Ásamt gulnuðum laufblöðum.

En hann mun aldrei segja frá.
Vinur minn vindurinn.



Öll eigum við eilíf leyndarmál sem enginn
nema vindurinn fær að heyra.  
Ísafold
1985 - ...


Ljóð eftir Ísafold

Söknuður
Að eilífu leyndarmál
Sumarveisla fyrir fimm