Sumarveisla fyrir fimm
Horfi á bleikt, glitrandi ský svamla letilega í suðurátt.
Heyri í árniðinum sem slípar þúsund ára gamalt grjót.
Strýk fingrunum yfir puntstráin sem dansa yfirvegað í golunni.
Bragða á sætum blöðum blóðbergsins.
Anda að mér ferskri angan lambagrass og ljónsloppu.
Svona er hún, íslenska sumarnóttin;
Sannkölluð veisla fyrir skilningarvitin.
Heyri í árniðinum sem slípar þúsund ára gamalt grjót.
Strýk fingrunum yfir puntstráin sem dansa yfirvegað í golunni.
Bragða á sætum blöðum blóðbergsins.
Anda að mér ferskri angan lambagrass og ljónsloppu.
Svona er hún, íslenska sumarnóttin;
Sannkölluð veisla fyrir skilningarvitin.
Sumir velta e.t.v. fyrir sér af hverju ljóðið heitir ,,Sumarveisla fyrir fimm", en það er útaf því að venjulega er talað um að skilningarvit mannsins séu fimm: Sjón, heyrn, snerting, bragðskyn og lyktarskyn.