Sumarveisla fyrir fimm
Horfi á bleikt, glitrandi ský svamla letilega í suðurátt.
Heyri í árniðinum sem slípar þúsund ára gamalt grjót.
Strýk fingrunum yfir puntstráin sem dansa yfirvegað í golunni.
Bragða á sætum blöðum blóðbergsins.
Anda að mér ferskri angan lambagrass og ljónsloppu.

Svona er hún, íslenska sumarnóttin;
Sannkölluð veisla fyrir skilningarvitin.  
Ísafold
1985 - ...
Sumir velta e.t.v. fyrir sér af hverju ljóðið heitir ,,Sumarveisla fyrir fimm", en það er útaf því að venjulega er talað um að skilningarvit mannsins séu fimm: Sjón, heyrn, snerting, bragðskyn og lyktarskyn.


Ljóð eftir Ísafold

Söknuður
Að eilífu leyndarmál
Sumarveisla fyrir fimm