Þögul Nóttin
Þögul nóttin þreytir aldrei þá sem
unnast,
þá er á svo margt að minnast,
mest er sælan þá að finnast.

Eilíf sæla er mér hver þinn andar-
d´ráttur
og ýmist þungur, ýmist léttur -
ástarkoss á varir réttur.

Hvítum, mjúkum, heitum, fögrum hand-
leggjonum
vil ég heldur vafin þínum
vera en hjá guði mínum.

Guð að sök mér gefur ei sem góðum
manni
unun þó ég fremsta finni
í faðminum á dóttir sinni.  
Páll Ólafsson
1827 - 1905


Ljóð eftir Pál Ólafsson

Lausavísur
Ég vildi feginn verða að ljósum degi
Þögul Nóttin
Án titils
Ragnhildur
Lóan er komin
Haustið
Fangelsi
Lífs er orðinn lekur knör
Sumarkveðja
Tíminn