Ég vildi feginn verða að ljósum degi
Ég vildi feginn verða að ljosum degi,
en vera stundum myrk og þögul nótt;
þá væri eg leiðarljós á þínum vegi,
þig lyki eg faðmi þá þú svæfir rótt.
Svo undur dauðtrúr ég þér skyldi reynast
og o´ní gröf ég með þér færi seinast.
Og þá menn læstu líkkistunni aftur,
ég læddist eins og skuggi í faðminn þinn,
(því mannlegur ei meinað getur kraftur
að myrkrið komi í grafarhúmið inn),
ég vefðist um þig, væri í faðmi þínum,
unz vekti eg þig með ljósgeyslunum mínum.
en vera stundum myrk og þögul nótt;
þá væri eg leiðarljós á þínum vegi,
þig lyki eg faðmi þá þú svæfir rótt.
Svo undur dauðtrúr ég þér skyldi reynast
og o´ní gröf ég með þér færi seinast.
Og þá menn læstu líkkistunni aftur,
ég læddist eins og skuggi í faðminn þinn,
(því mannlegur ei meinað getur kraftur
að myrkrið komi í grafarhúmið inn),
ég vefðist um þig, væri í faðmi þínum,
unz vekti eg þig með ljósgeyslunum mínum.