Lausavísur
Læt ég fyrir ljósan dag
l´jos um húsið skína,
ekki til að yrkja brag
eða kippa neinu í lag,
heldur til að horfa á konu mína.


*

Ég vildi eg fengi að vera strá og visna í skónum þínum,
því léttast gengirðu eflaust á
yfirsjónum mínum.


*

Vertu óhrædd þótt vanginn þinn sé fölur:
allt til dauðans ástin mín
ellimörkin hylur þín.  
Páll Ólafsson
1827 - 1905


Ljóð eftir Pál Ólafsson

Lausavísur
Ég vildi feginn verða að ljósum degi
Þögul Nóttin
Án titils
Ragnhildur
Lóan er komin
Haustið
Fangelsi
Lífs er orðinn lekur knör
Sumarkveðja
Tíminn