Listaverk ljóssins
Bak við fjöllin birtist ljós.
Það dreifir úr sér
og glæðir dalinn.
Sendir geisla á botn vatnsins,
ljós inn í híbýli mannsins
og vekur hanann með hlýjum strokum.


Brátt sígur þó ljósið á ný
og svæfir allt með léttum,
ástúðlegum og hlýjum strokum.
Þakkar fyrir góðan dag,
málar listaverk á himininn
og kveður með ljúfum kossi
 
Hildur
1986 - ...


Ljóð eftir Hildi

Listaverk ljóssins
Fósturjörð
Lífið