Lífið
Hefur þú séð fuglana synda
og flugfiskinn fljúga?
Hefur náunginn nauðgað þér
og nælt í þitt bros?

Hefur þú verið blindað barn
er berst við eigin straum?
Hefur þú setið í sólinni
og óskað eftir rigningu?

- það hlýtur að vera,
því þannig er lífið -

 
Hildur
1986 - ...


Ljóð eftir Hildi

Listaverk ljóssins
Fósturjörð
Lífið