

Ég leit í augu þín
og sá líf og liti.
Þarna gat ég staðið tímunum saman
í sömu sporunum,
hlustað á laglínu hjarta þíns
slá í takt við mitt.
En Því lengur sem ég
stóð og hlustaði
breyttust hljómarnir í skerandi öskur.
Taktarnir byrjuðu að fara á mis
og augu þín lokuðust.
Í einni svipan
varð allt hljótt.
og sá líf og liti.
Þarna gat ég staðið tímunum saman
í sömu sporunum,
hlustað á laglínu hjarta þíns
slá í takt við mitt.
En Því lengur sem ég
stóð og hlustaði
breyttust hljómarnir í skerandi öskur.
Taktarnir byrjuðu að fara á mis
og augu þín lokuðust.
Í einni svipan
varð allt hljótt.