

líkt og visnuð haustlauf
flögra tilfinningar mínar
í köldum haustvindinum
ég bíð þess að kuldi
og myrkur vetursins
frysti þau í klakabönd götunnar
þegar þú gengur yfir þau
verða þau orðin frosin
dofin af tilfinningu
aðeins fallegar minningar
lífvana í viðjum veturs
bærast kannski við í sólbráð
en bara út af dauðakippunum
flögra tilfinningar mínar
í köldum haustvindinum
ég bíð þess að kuldi
og myrkur vetursins
frysti þau í klakabönd götunnar
þegar þú gengur yfir þau
verða þau orðin frosin
dofin af tilfinningu
aðeins fallegar minningar
lífvana í viðjum veturs
bærast kannski við í sólbráð
en bara út af dauðakippunum