Orð af himnum
Líkt og regnið
sem fellur af himnum
falla orðin af vörum mér
inn í huga þinn.
Orðin sem falla
af vörum mínum
og næra huga þinn
og sál
einn þungbúinn dag
er andlit þitt
speglast
í augum mér.
Þar til himnarnir opnast
og sólin umvefur þig
birtu sinni
og yl.
sem fellur af himnum
falla orðin af vörum mér
inn í huga þinn.
Orðin sem falla
af vörum mínum
og næra huga þinn
og sál
einn þungbúinn dag
er andlit þitt
speglast
í augum mér.
Þar til himnarnir opnast
og sólin umvefur þig
birtu sinni
og yl.