Reiðin
Ég veit ekki hvernig hún lítur út
En ég veit hvernig hún hugsar
Hún læðist í hugum margra manna
með greindinni lætur hún flesta þjást
Hún bítur fólk af einskærri illsku
og drepur stundum, ef ástæða er til,
en hatrinu beitir hún þó mestu á mig!

Þetta bitnar mikið á þig
því þú verður einnig fyrir hatri
Hún fer á bakvið það
og læðupokast
einsog myrkrið í sólinni
og sólin í myrkrinu,
Þú hefur notað hana
Ég hef gert það einnig
Allir hafa notað hana
og hún styrkist
með degi hverjum,
gýtur af sér afkvæmum
og verpir þeim í huga lífsins

Nei þetta er ekki kvenmaður,
ekki könguló heldur,
Þetta er reiðin í sinni fullri mynd
sem oftast er þó kveðin niður
Hún hefur áhrif á alla,
Mig, þig, hana, hann og lífið með sína tilveru.
 
Kristjana Erla Björnsdóttir
1990 - ...
Ljóð samið af alvöru, þetta útskýrir hvernig reiðin er hjá mér


Ljóð eftir Kristjönu Erlu

Reiðin
Vinur minn
Eldurinn logar
Sjö skref í átt að himnaríki