Eldurinn logar
Inní mér logar eldur
sem enginn kannast við
hann brennir úr mér sálina
lætur hjartað kippast til
Ég framdi nokkrar syndir
sem láta eldinn bjarta
brýna hnífinn hvassa
sem skilur svo eftir sig ör

Inní mér logar eldur
Sem enginn kannast við
Þetta eru reiðitaumar
Sem brjótast óðar út
Skaða allt, skaða alla
skaða það sem fyrir fer

Óstöðvandi
rýkur hann áfram
í mannsmynd
með aðeins eitt í huga
Að tortíma mér

 
Kristjana Erla Björnsdóttir
1990 - ...
Þegar ég sá hvað ég hafði gert sagði ég bara Vááááá


Ljóð eftir Kristjönu Erlu

Reiðin
Vinur minn
Eldurinn logar
Sjö skref í átt að himnaríki