Hugsanir mínar
Hugsanir mínar
flögruðu um loftið
á heitum sumardegi
ásamt fiðrildum,
þar til vindurinn
feykti þeim
upp í himinhvolfið.

Í kvöld
fæðast nýjar hugsanir
sem sigla
um svartnættið,
þar til dagur
rís að nýju
og feykir þeim burt

líkt og fiðrildunum
sem flögra um
loftið
á heitum
sumardegi
ásamt hugsunum
minum.  
Hulda P
1984 - ...


Ljóð eftir Huldu P

kveðja
Til dóttur minnar
Í takt
Dag einn
Vangaveltur
Sól og máni
Af himnum ofan
Stjórnlaus
Opið sár
Ævintýri
ónæmur
Vetur
Sólsetur
Skilnaður
Ótrúr
Ólsen ólsen
Fjársjóðir
Daggartár
Litbrigði lífs míns
fjöruborð
Orð af himnum
Sigurdans
Óskadraumur
Minningar
Ef
Hugsanir mínar
Haust
Lífsins braut
Tónverk lífsins
Hugsana rusl
Stend þér við hlið
Hafið og ég
Vængjaþytur