Þjáning edrú mans.
Ég er einn á báti
því engin skilur mig,
þótt suma daga ég gráti
þá geri ég allt í fáti.

Ég var einn af ykkur
mér gat liðið vel
þó oft væri í huganum myrkur
ég minningum það fel.

Ég átti oft góðar stundir
inn í hópinn féll ég þá
þótt oft betur en ég mundir
allt sem ég gerði og vildi fá.

Ó ég sakna frelsisins sem var
að vera nú eins og fangi í sal
en vilja ekki falla í sama far
mig langar svo að hafa frelsi og val.

Hvernig lífið heldur áfram
er þjáning hvers dags
ég get ekki hugsað né fundið
því allt of breitt mér virðist sundið.

Mér líður ekki vel
út í lífið er svo bitur
hugann öll sárin sel
þjáningar bak við augun fel.

08-07-1999.
Tóti Ripper  
Tóti Ripper
1968 - ...
bara smá vorkunsemi því allir voru fullir nema ég .


Ljóð eftir Tóta Ripper

Sjúkleiki heimsins
Lýðræði er það horfið?
Draumur sem fór
Andvökuljóð
Vonleysið kemur alltaf aftur!!!
Þjáning edrú mans.