Veruleikinn
Ég er föst í dýpstu holu jarðarinnar,
ég er ein.

Mig vantar eitthvað sem ég veit ekki hvað er.
Það er eins og hjartað ætli að brjótast útúr brjóstinu og yfirgefa mig.

Allt er farið.
Það er myrkur og sé ekkert
ég loka augunum hægt og rólega.
Þá sé ég mynd, hún er af þér
ég heyri í þér en svo hverfur þú og ég vakna heima í rúminu mínu.

Þá sé ég hann.


Það er veruleikinn.
Orðin þín bergmála í höfðinu á mér,
ég vil ekki meira.
Ég öskra
Hvar er ég?

Ég er byrjuð uppá nýtt.  
Ragnheiður
1994 - ...
um veruleikann


Ljóð eftir Ragnheiði

Þú
Veruleikinn