Tannburstinn minn
Tannburstinn minn er lítill og mjór,
meir að segja skrítinn og sljór,
samt er hann ekki vitlaus né verstur,
vegna þess hann er minn og bestur.

Tannburstinn þinn er grænn og góður,
glansar meira en minn,
mega frábær fínn og flottur,
en hann er samt bara þinn.

Minn kann að tala,
minn kann að mala,
minn kann líka
að sitja og þaga.

Þinn kann bara að bursta,
þinn kann ekki að frussa,
þinn kann ekki að
slefa né öskra né hlusta.

Tannburstinn minn sá litli og mjói,
meir að segja skrítni og sljói,
samt ekki þessi vitlausi og versti,
hann er þessi sniðugi og besti  
matti frá Tjörninni
1986 - ...


Ljóð eftir matta frá Tjörninni

Tannburstinn minn
6 ára
Dimmar nætur
Tyggjógúmmí
eftir Fósturskeið
Kóngurinn í Kína
Orð
Hið ljósa man