

Í Kringlu kastast kaupæði í
innkaupakerran full af engu
keyri um á jeppa, kaupi Herbalife,
sérð mig þjóta á eftir kvóta.
Verð að eiga meira en nágranninn;
verð að eiga hluti sem ég á aldrei
eftir að nota
og fyrir framan arinninn,
Bachelor og Idol ylja mér,
enda ekta gervi,
rétt eins og ég.
innkaupakerran full af engu
keyri um á jeppa, kaupi Herbalife,
sérð mig þjóta á eftir kvóta.
Verð að eiga meira en nágranninn;
verð að eiga hluti sem ég á aldrei
eftir að nota
og fyrir framan arinninn,
Bachelor og Idol ylja mér,
enda ekta gervi,
rétt eins og ég.