Af hverju?
Þegar þú tókst utan um þessa stelpu
ég stóð við hlið þér
ég veit ei hvort þú sást mig
en þú fannst fyrir nærveru minni þá
lokaðir þú augunum og
þegar ég sá að varir þínar
snertu hennar
ég brotnaði niður
og hljóp út
Tárin runnu niður kinnar mínar
ég vissi ekki hvað hefði komið fyrir
Var þetta virkilega satt?
Strákurinn sem sagðist vilja vera með mér
stóð þarna í fangi annara stelpu
Daginn eftir hitti ég þig
þú gast ekki horft framan í mig
og ég ekki á þig
Það var eins og við værum
tveir ókunnir farandsmenn
sem voru aðeins á sama stað
á sama tíma
Þetta var ekki strákurinn
sem hélt utan um mig
og sagði að hann myndi aldrei sleppa mér
strákurinn sem sagði að ég væri
sú eina
Hvað varð um þennan strák?
Ég spyr  
Þórdís jóna
1989 - ...


Ljóð eftir Þórdísi

Af hverju?
Vissuru?