Þú - ég - við
Þú...
vissir aldrei neitt um mig
hélst það samt
sást aldrei alla leið
reyndir það aldrei alveg
hélst þú hefðir horft inn í sálina
en þér tókst það aldrei

Ég...
vissi svo margt um þig
horfði inn í sál þína og vissi allt
hélt ég vildi meira
var tilbúin að bíða,
bíða og bíða
en svo sá ég sannleikann
og hætti að bíða

Við...
erum þátíð
falleg saman í minningunni
og það er gott
ljúft og notalegt

farvel fallegi draumur  
Rannveig
1970 - ...


Ljóð eftir Rannveigu

Þú - ég - við
Blautir jólaskór