Klaufi
Það brakaði í lærum mínum
við að ganga í frostnóttinni.
Innan lærvöðvanna mynduðust
klakasprungur eins og í frosnum björgum.

Ég rann til á frosnu eilíengumsinu
og féll eins og lóð í
lárétta bakstellingu.

Augu Óríons sögðu mér sannleikann
gegnum myrkvað holið.
Við hlið mér lágu dauð laufblöð
eins og frosnir steingervingar
fallins hausts.

Götótt tunglið virtist skuggalegra,
brostið eins og að sólin
hefði verið svöng
og birta þess var eins og þokuljós.

\"Var ég svangur?\"

Ég íhugaði málið og
fékk mér síðan vænan bita
af stóra ostinum.
En þá upphófust þrumur
og eldingar og á skiptust
sjóðandi hiti og alkul.

Ég vakna í hvítu herbergi,
og inn þjóta sendiboðar
válegra tíðinda...

Ég hafði sofið í hundrað ár!
 
Helgi Rafn
1987 - ...


Ljóð eftir Helga Rafn

Guðrún
Hann eða ég
Vakna ekki
Klaufi