Tveir steinar
Í höndum mér hef ég tvo steina.
Annar er glitrandi og fagur.
Hinn er aðeins grár.
Sá er glitrar hefur verið slípaður og er því sléttur viðkomu.
En þessi grái en nokkuð hrjúfur og eilítið minni.

Nöfn þeirra eru Bergkristall og Grágrýti.
Kristallin laðar að augu
En Grýtið fælir frekar en hitt.

Kristallinn er skær og geislar sem sólin...
...þessir geislar blinda.
Grágrýtið heldur sínum lit þó svo að þú skoðir hann vandlega,
Þú færð að kynnast hverri misfellingu á yfirborði hans,
Ferð jafnvel að þykja vænt um hann.

Hvað gerist ef þú missir niður kristalinn?
Hann brotnar í aðra minni sem halda áfram að blinda.
En Grágrýtið?
Það fellur niður á harðann flöt
Og heldur áfram sinni upprunalegu lögun.
 
Ása
1987 - ...


Ljóð eftir Ásu

Tveir steinar
Villidýr hugans
Svífa burt