Svífa burt
Mig langar burt,
Mig langar í vængi,
Mig langar að slást í för með farfuglunum og fara eitthvert,
Fara á einhvern betri stað,
Fljúga yfir höf,
Fljúga yfir lönd,
Fljúga frjáls...

Vera laus við allar ábyrgðir sem íþyngja mér,
Vera laus við allt þetta endalausa puð sem maður þarf að leysa af hendi
Skilja eftir öll mistökin sem ég hef gert
Og fara bara...
Bara eitthvert annað...

Aðeins syngja í góðum hópi
Og halda á suðrænar slóðir.

En jafnvel fuglar lenda í stormi,
Fuglar villast,
Fuglar týnast frá hópnum,
Fuglar enda einir,
Fuglar verða svangir,
En jafnvel fuglar deyja.





 
Ása
1987 - ...


Ljóð eftir Ásu

Tveir steinar
Villidýr hugans
Svífa burt