

Er annað eins ljúfsárt og ást í meinum?
I
Á mörkum boða og banna
býr brennandi þrá
glæðist eldur í hjörtum
ástríður ólgandi
logandi ljómandi
leysa úr læðingi
ókunn öfl.
II
Í dagrenningu deyjandi eldurinn
aðeins askan minnisvarði næturinnar
nagandi handarbökin
kveðjast án kossa.
I
Á mörkum boða og banna
býr brennandi þrá
glæðist eldur í hjörtum
ástríður ólgandi
logandi ljómandi
leysa úr læðingi
ókunn öfl.
II
Í dagrenningu deyjandi eldurinn
aðeins askan minnisvarði næturinnar
nagandi handarbökin
kveðjast án kossa.