Brenna
Er annað eins ljúfsárt og ást í meinum?

I
Á mörkum boða og banna
býr brennandi þrá
glæðist eldur í hjörtum
ástríður ólgandi
logandi ljómandi
leysa úr læðingi
ókunn öfl.

II
Í dagrenningu deyjandi eldurinn
aðeins askan minnisvarði næturinnar
nagandi handarbökin
kveðjast án kossa.  
Gullbrá
1986 - ...


Ljóð eftir Gullbrá

Söknuður
hafið
Í búri
Brenna
Baiser volé
Brotabrot
Augun
Aftaka
Hvunndagshetjan
Vítahringur
Draumaprins
Lítið ljóð um líf eftir dauðann
Fullnæging
Í gullnum ljóma
Lífsblóm I
Ættjarðarljóð (náttúruprósi)