Rósaseljandi jaðarpimpið: Ég
Í huganum hef ég skrifað þetta milljón sinnum án þess að setja niður á blað:

Stelpufífl,
þú heldur á rós úr körfunni minni
með glaseygðan aumingja við hliðina á þér
rós, drós
tvennt ódýrt í hans augum.

Aulalega áleitið glottið
varaliturinn og caprí
girt oní sokkabuxurnar míkrópilsið
klósettpappírsdregill undan smáhælaskónum.

Þú drekkur kyssir gubbar brosir drekkur
mangóbreezerinn oní þig
og færð svo loforðið uppfyllt
um bjórtyppið inní þig.

Rosahart og heitt ef þú ert heppin
eða
klukkustundarlífgunartilraun og drepast saman
feika það kannski?
Muna ekkert á morgun.
 
Aðalsteinn Jörundsson
1976 - ...
Baldur Björnsson kom að gerð ljóðsins. Bætti inn þar sem á þurfti að halda


Ljóð eftir Aðalstein Jörundsson

Fjarlægð
Rósaseljandi jaðarpimpið: Ég