ófullkomin
Ég get ekki sofið, sit bara og stari
Stari á nóttina líða hjá
úr þessu fylgsni af draumum og sýnum
horfi á vonina hverfa mér frá
og koma svo aftur og kvelja mig smá

Því ég á draum, ósk sem ei rætist
ósk sem að breyttist í þrá
þrá sem mig kvelur með vonleisi sínu
vonbrigðum, bölsýn og tál
krefjandi, hatröm og brennheit sem bál

Og þó að ég þrái og óski og vilji
aldrei ég draumunum gef mig á vald
í vonlausri vissu ég stari því áfram
stari því ég vil ekki sjá
og óska þess sem ég vil ekki fá

því þó draumarnir rættust og óskirnar allar
ég gæti aldrei þegið þær
afþví ég veit, ég á það ei skilið
ég er ekki falleg, nógu góð eða klár
og þessvegna felli ég eingin tár
því þó að ég eigi mín vonbrigði og sár
ég veit að ég á það skilið að kveljast
fyrir að vera svo heimsk að þrá

heimsk, heimsk, heimsk,
heiskuleg þrá
heimskulegu óskir, farið mér frá
verið mér hjá
ljúfsárar kveljið mig smá
þar til að lokum ég fer ykkur frá
og ég á þetta skilið fyrir að þrá
 
María Ólafsdóttir
1990 - ...


Ljóð eftir Maríu Ólafsdóttur

ófullkomin
Silence
Geðveiki
Loneliness