

þú sast á móti mér á bókasafninu
ég þjáist þegar þú flettir blaðsíðu
því ég veit að með hverri flettingu styttist í brottför þína
og bókasafnsvörðurinn hlær
því hann trúir ekki á ást
og ég hvísla í eyra hans
dagar þínir eru taldir
en hann heyrir ekki því að
hann hlustar á queen
djöfull hata ég queen
ég þjáist þegar þú flettir blaðsíðu
því ég veit að með hverri flettingu styttist í brottför þína
og bókasafnsvörðurinn hlær
því hann trúir ekki á ást
og ég hvísla í eyra hans
dagar þínir eru taldir
en hann heyrir ekki því að
hann hlustar á queen
djöfull hata ég queen