Á flekaskilum
Hver er ég orðin
hvar er ég stödd
hvert stefni ég
og hvar mun ég lenda

Hvernig endaði ég hér
afhverju kemst ég ekki burt
síðan hvenær hætti ég að vera ég
og í hvað hef ég breyst

Afhverju er allt svona breytt
og hvers vegna fór það svona
hvernig veit ég hvað er raunverulegt
þegar ég veit ekki hvort mig er að dreyma  
Gabriella
1988 - ...


Ljóð eftir Gabriellu

Á flekaskilum
Vekjaraklukkan hringir...