Tveir eins?
hversu margir hafa fæðst og dáið síðan upphafs mannanna?
hvað gerir þig að sérstöku sandkorni í þessum mannlega sandkassa?
öll sandkorn eru eins tekur enginn eftir ef eitt hverfur
vatnsins dropar rigna og þiðna, einn hverfur þá annar úr himnum sendur
hvað hafa verið til mörg sandkorn og hversu margir dropar
fylltu upp haf tímans, og síðan hefur hýst þá nokkra
síðan eru mörg ár, margar ár runnið til sjávar, það fer ekki á milli mála
lífið er tímaglas sem sífellt bæði fjarar út og fyllist á það
eins og til stóð standa allir einir er þeir reyna að standa sig
þótt að þéttsetin sé sandkassinn, eru allir einir á báti í þessu mannhafi
þótt öllum gangi verr, í öldugangi er
lífið alltaf kviksyndi, það er alltaf einhver sem mun sjá til þess
sama hvað þú syndir og syndir geturru ekki flúið þínar syndir
sekkur stöðugt neðar og neðar, meðan þú förlast í fólksins minni
þó það væri skýrt í þínu eigin minni þegar kristninni var skvett á þig
nafn fest á þig, þá fljúga fiskisögur fljótt en fólkið gleymist ennþá fyrr
og hvort sem þú eyddir lífinu með Kveldúlf eða edrú með Jesú
þá sést nú að það eru alltaf fleirri fiskar í sjónum og flestir eru uppá fleirri fiska en þú  
Ágúst Bent
1983 - ...
þetta er lag sem ég gerði með akureyringunum í Skyttunum.


Ljóð eftir Ágúst Bent

Strengjabrúða
Tveir eins?