Strengjabrúða
ég heng í stálkrókum, þræddur á streng, heng á sinunum
með að toga í strengina er mér stjórnað, skipað hvernig skal lifa lífinu
þess vegna er ekki ein hugsun raunverulega mín eigin
því viss gildi og sjónarmið eru manni taminn frá fyrsta degi
en ég vil stjórnvöldin, sama þótt það passi ekki inní púsluspil örlaganna
og mér til lukku voru krókar ryðgaðri og strengirnir þynnri en annarra
svo ég fer að berjast um, reyni að losa um öll höftin
sætti mig ekki við að aðrir semja lífskeið mitt og kalla það örlög mín
hvað gefur þér rétt á að stýra lífinu og semja handritið
en brúðumeistari, eitthvað hefur þér förlast er þú samdir mitt
því mitt líf er bara mitt, ég ræð sjálfur hvernig ég haga því
ég berst um hræddur um framhaldið, hvernig lífið mitt gat farið
blóðið seytlar úr sárunum, mér flökrar, er sárin opnast
berst gegn grát mínum, ég öskra, reyni að losna
ég Losna, hryn hratt niður á ískalda jörðina
reyni að standa strengjalaus og óstuddur, hunsa kvölina
jörðin er hörð og köld og enginn er öruggur kominn hingað niður
en nú er ég allavega orðinn minn eigin gæfusmiður

Við erum Öll strengjabrúður en látum mismunandi vel að stjórn
Við erum Öll í eins fötum, göngum, tölum, hugsum öll í kór
við erum Öll hluti af áætlun sem engin okkar samdi þó
en þessi strengjabrúða örlög sín í eigin hendur tók

nú er ég strengjalaus strengjabrúða, horfinn er stjórnandinn
þoldi ekki örlögin ég fékk nóg af því, en nú verð ég sjálfur að fóta mig
reyna að standa upp en hef ekki vald á einum einasta útlimi
finn engar tilfinningar og sviplaust er útlit mitt
en hvar er ég? sé bara myrkur en finn minn kalda andardrátt
er tilfinningalaus, og nálykt af holdi mínu er að verða vandamál
á margan hátt. er þetta þá staður strengjalausra, einungis auðnin
eru krókar þá lífið og lífið þá fjötrar og frelsið þá dauðinn
ég hefði átt að sætta mig við það sem ég hafði á hendi, ekki svindla á þeim sem gefur spilin
upp komst um svindlið, ef ég hefði vitað hvað það ylli, hvað refsingin yrði mikil, hefði ég aldrei reynt svikinn
Brúðumeistari, fyrirgefðu, gefðu mér aflausn syndanna
gefðu mér von og hamingju, gef mér líf mitt til baka
krækið í mig krókana, festið á mig fjötrana
strengjabrúða er ekkert án strengja, já ég öskra það
en ekkert heyrist og hvortsemer var enginn að hlusta. og verst synd mín var
að kannski hefðu strengirnir beint mér á braut dásemda, en stolt kom í veg fyrir það
ég vildi sjálfur stýra mér, vildi að strengirnir slepptu mér
en örlögin er oft kaldhæðinn svo flóttanum hefði ég betur sleppt
því nú stjórnar mér enginn, ekki einu sinni ég sjálfur, enginn mér stjórnar
ég bara ligg hérna, strengjalaus strengjabrúða, leikfang liðinna jóla.

Við erum Öll strengjabrúður en látum mismunandi vel að stjórn
Við erum Öll í eins fötum, göngum, tölum, hugsum öll í kór
við erum Öll hluti af áætlun sem engin okkar samdi þó
en þessi strengjabrúða örlög sín í eigin hendur tók
 
Ágúst Bent
1983 - ...
Ljóðið fjallar um vaskinn heima hjá mér.


Ljóð eftir Ágúst Bent

Strengjabrúða
Tveir eins?