Frygð er dyggð
Fróðir segja, því er fjarri sanni
að fagurt útlit ei hjálpi manni
sérhver fræðimaður nú það kanni
svo ei í mó þið maldið
fegurð er dyggð, sama hvað þið haldið
þó fegurðarsamkeppnir fari í ykkur
fáklæddar dísir og tvíhöfði þykkur
,,hverjum keppenda er gerður grikkur”
gjammið uns dregið frá er tjaldið
frygð er dyggð, sama hverju þið fram haldið
heilbrigð sál í hraustum líkama
um hið seinna virðist öllum drullusama
klár kona sækir um og dýrleg dama
vinnuveitandinn hefur valdið
fegurð er dyggð sama hvað þið haldið
nöldra menn yfir þjóðfélagsnormi
yfirborðskennd hafi komið með frjálshyggjustormi
náttúrulausir enda í engu formi
ná ei að losa brjóstahaldið
frygð er dyggð, sama hvað þið haldið
þó vel sért greind og gæsku hlaðin
sé glötuð fegurðin kemur ekkert í staðinn
því svarar djöfullinn og ég sjálfur Daðinn
þrátt fyrir allt skvaldrið
fegurð er dyggð, sama hvað þið haldið
sóltanaður tarfur og sleiktur hnakki
í hórusamkeppni held þig hakki
þú lítur út eins og ófermdur krakki
tími til kominn að þú fræðist
fegurð er dyggð, sama hverju þú klæðist
þó hygginn sért og hæglundaður
hafðu ráð mín kristinn maður
hér er valtur heimsins staður
hinn fær gott er hæðist
frygð er dyggð, hvaða kufli sem þú klæðist
glötuð skáld kalla frygð grunnhyggni
giska geta ei á, hvers vegna á þau rigni
er bestur til dóma sá útmigni
að meta þjóðfélagið
frygð er dyggð, sama hvaða ályktun þið dragið
Ráð það gef þér að lækka rosta
rauðvínið spara og fína osta
það mun teljast til mannkosta
að vera gæddur losta
frygð er dyggð, já allra best kosta
frygð er dyggð, mest mannkosta
frygð er dyggð, minnst mann kostar
frygð er dyggð, ég held við það tryggð.
að fagurt útlit ei hjálpi manni
sérhver fræðimaður nú það kanni
svo ei í mó þið maldið
fegurð er dyggð, sama hvað þið haldið
þó fegurðarsamkeppnir fari í ykkur
fáklæddar dísir og tvíhöfði þykkur
,,hverjum keppenda er gerður grikkur”
gjammið uns dregið frá er tjaldið
frygð er dyggð, sama hverju þið fram haldið
heilbrigð sál í hraustum líkama
um hið seinna virðist öllum drullusama
klár kona sækir um og dýrleg dama
vinnuveitandinn hefur valdið
fegurð er dyggð sama hvað þið haldið
nöldra menn yfir þjóðfélagsnormi
yfirborðskennd hafi komið með frjálshyggjustormi
náttúrulausir enda í engu formi
ná ei að losa brjóstahaldið
frygð er dyggð, sama hvað þið haldið
þó vel sért greind og gæsku hlaðin
sé glötuð fegurðin kemur ekkert í staðinn
því svarar djöfullinn og ég sjálfur Daðinn
þrátt fyrir allt skvaldrið
fegurð er dyggð, sama hvað þið haldið
sóltanaður tarfur og sleiktur hnakki
í hórusamkeppni held þig hakki
þú lítur út eins og ófermdur krakki
tími til kominn að þú fræðist
fegurð er dyggð, sama hverju þú klæðist
þó hygginn sért og hæglundaður
hafðu ráð mín kristinn maður
hér er valtur heimsins staður
hinn fær gott er hæðist
frygð er dyggð, hvaða kufli sem þú klæðist
glötuð skáld kalla frygð grunnhyggni
giska geta ei á, hvers vegna á þau rigni
er bestur til dóma sá útmigni
að meta þjóðfélagið
frygð er dyggð, sama hvaða ályktun þið dragið
Ráð það gef þér að lækka rosta
rauðvínið spara og fína osta
það mun teljast til mannkosta
að vera gæddur losta
frygð er dyggð, já allra best kosta
frygð er dyggð, mest mannkosta
frygð er dyggð, minnst mann kostar
frygð er dyggð, ég held við það tryggð.
Fegurð er til eilífrar gleði
og eins gott að hafa hana,
ef að líf er að veði.
og eins gott að hafa hana,
ef að líf er að veði.