Hr.Daði - á dyggðar og drottins vegum
Þú ert grunnhygginn og grannvitur
En góður á krossaprófum að giska
Holdi klæddur kom ég heiminn í
Hr. Daði hin eina sanna hreina viska
Þú ert offitusjúklingur hrikalegur
Hnausþykkan sjeik sérð í hyllingu
Holdi klædd dyggð í heiminn kom
Hr. Daði, Meistari í hófstillingu
Tvo hæðna höfuðlausa ræfla og
Hugleysingja ég því miður þekki
Holdi klæddur kom ég heiminn í
Hr. Daði þekktur fyrir hugrekki
Rangt við hefur, ruddalegur ertu
Ranglætið víst ríkir það víða
Holdi klæddur hérna ég stend
Hr. Daði og réttlæti heimsins smíða
Vangefin ertu og á allt vantrúaður
Varla í þér nokkur heil brú
Holdi klæddur, hjarta hreinn stend ég
Hr.Daði og boða mína sönnu trú
Í villu þinni veður um vonlaus,
vantrúaður á hinn eina Guðsson
Holdi klæddur stend ég Hr. Daði
Í myrkrinu með ljóstýru og boða von
Kærleikssnauður og kaldur ert orðinn
Kristlausan sé þig um göturnar reika
Holdi klæddur stend ég Hr. Daði
Talsmaður hins eina sanna kærleika
Já, Hr.Daði holdi klæddur, vopnaður kærleika
Laus við allt heimsins böl og alla jarðaberjasjeika
En góður á krossaprófum að giska
Holdi klæddur kom ég heiminn í
Hr. Daði hin eina sanna hreina viska
Þú ert offitusjúklingur hrikalegur
Hnausþykkan sjeik sérð í hyllingu
Holdi klædd dyggð í heiminn kom
Hr. Daði, Meistari í hófstillingu
Tvo hæðna höfuðlausa ræfla og
Hugleysingja ég því miður þekki
Holdi klæddur kom ég heiminn í
Hr. Daði þekktur fyrir hugrekki
Rangt við hefur, ruddalegur ertu
Ranglætið víst ríkir það víða
Holdi klæddur hérna ég stend
Hr. Daði og réttlæti heimsins smíða
Vangefin ertu og á allt vantrúaður
Varla í þér nokkur heil brú
Holdi klæddur, hjarta hreinn stend ég
Hr.Daði og boða mína sönnu trú
Í villu þinni veður um vonlaus,
vantrúaður á hinn eina Guðsson
Holdi klæddur stend ég Hr. Daði
Í myrkrinu með ljóstýru og boða von
Kærleikssnauður og kaldur ert orðinn
Kristlausan sé þig um göturnar reika
Holdi klæddur stend ég Hr. Daði
Talsmaður hins eina sanna kærleika
Já, Hr.Daði holdi klæddur, vopnaður kærleika
Laus við allt heimsins böl og alla jarðaberjasjeika