Saga.
Í morgun þú rérir til fiskjar á þínu litla fleyi.
Á hádegi varstu ekki kominn,
kannski varstu að fá hann?
Um kaffileitið bólaði ekkert á þér,
kannski varstu að mokfiska?
Um kvöldmatarleitið varstu ekki kominn,
fólk fór að ókyrrast og óttast um þig.
Þú komst ekki um nóttina heldur
eins og allir vonuðust til.
Um morguninn sáu bæjarbúar fley þitt
lengst út á firði.
En engin hreyfing um borð!
Þegar félagar þínir af sjónum stukku yfir í fley þitt
sáu þeir að þú hafðir fiskað vel.
En þeir fundu þig ekki og þú fannst aldrei
og lífið það tifar í dag án þín.
Á hádegi varstu ekki kominn,
kannski varstu að fá hann?
Um kaffileitið bólaði ekkert á þér,
kannski varstu að mokfiska?
Um kvöldmatarleitið varstu ekki kominn,
fólk fór að ókyrrast og óttast um þig.
Þú komst ekki um nóttina heldur
eins og allir vonuðust til.
Um morguninn sáu bæjarbúar fley þitt
lengst út á firði.
En engin hreyfing um borð!
Þegar félagar þínir af sjónum stukku yfir í fley þitt
sáu þeir að þú hafðir fiskað vel.
En þeir fundu þig ekki og þú fannst aldrei
og lífið það tifar í dag án þín.