súkkulaðipælingar
Ég sit hér og borða súkkulaði eins og barnið í mér
og trúi öllu sem sannleikanum
frjáls við efa og ótta
efast ekki um frelsi

Ég sit hér og drekk
súkkulaði eins og heimspekingur
og efast um það sem er satt
hvort eitthvað sé satt.
óttast að fresli mitt sé misnotað
óttast að vita ekki
að vera frjáls

Þegar ég svo loksins hætti
að hugsa um súkkulaði
mun ég þá óttast að efa?
mun ég vita,sannleikann?
öðlast frelsi.  
Dís
1988 - ...


Ljóð eftir Dís

Hjartstopp
súkkulaðipælingar