Heilræða og farvelvísa Daða I (Stolið og stælt eftir Dylan... að venju!)
Megi Guð blessa og vera hjá þér
Megi þínar óskir uppfyllast hér
Megir þú ávallt við aðra gjöra
er þú vilt að aðrir gjöri þér
Megir þú byggja brú til stjarnanna
tengja merkin og á því vekja máls
Megir þú lifa - að eilífu frjáls
Að eilífu frjáls, Að eilífu frjáls
Megir þú lifa - að eilífu frjáls
Megir þú ganga beinan veg hinna réttlátu
Megir þú ganga veg sannleikans
Megir þú ávallt vera sjálfum þér trúr
og leita að eilífu í ljósið Hans
Megir þú ávallt vera hugrakkastur
Og hreinskilnastur um allan aldur
Og megir þú lifa - að eilífu einfaldur
Að eilífu einfaldur, að eilífu einfaldur
Megir þú lifa - að eilífu einfaldur
Megi hjarta þitt ávallt vera fyllt af ást
Megi sál þín vera hrein
Megi hugur þinn að eilífu um hagana reika
Megi líkami þinn elta Daðstein
Megi söngur þinn verða sem víðast sunginn
svo af innlifun hljómi úr hverjum hálsi
Megir þú lifa - að eilífu, Jakob hinn frjálsi
Að eilífu frjáls, að eiífu frjáls
Megir þú lifa – að eilífu, Jakob hinn frjálsi
Megir þú ávallt lífga upp á heim-(m)inn
Megi ljóðin berast fljótt til mín
Megi lífsspeki þín um öll sjö höfin fara
Og þín fagra einfalda heimssýn
Megi lífið við þig leika - sólin sleikja
eins og hundsins endaþarmsop
Megir þú lifa eilífa æsku - kæri Meistari Jakob
Eilífa æsku og lífið sýna þér Zimmerman...ngæsku
Megir þú lifa eilífa æsku – kæri Meistari Jakob.
Megi þínar óskir uppfyllast hér
Megir þú ávallt við aðra gjöra
er þú vilt að aðrir gjöri þér
Megir þú byggja brú til stjarnanna
tengja merkin og á því vekja máls
Megir þú lifa - að eilífu frjáls
Að eilífu frjáls, Að eilífu frjáls
Megir þú lifa - að eilífu frjáls
Megir þú ganga beinan veg hinna réttlátu
Megir þú ganga veg sannleikans
Megir þú ávallt vera sjálfum þér trúr
og leita að eilífu í ljósið Hans
Megir þú ávallt vera hugrakkastur
Og hreinskilnastur um allan aldur
Og megir þú lifa - að eilífu einfaldur
Að eilífu einfaldur, að eilífu einfaldur
Megir þú lifa - að eilífu einfaldur
Megi hjarta þitt ávallt vera fyllt af ást
Megi sál þín vera hrein
Megi hugur þinn að eilífu um hagana reika
Megi líkami þinn elta Daðstein
Megi söngur þinn verða sem víðast sunginn
svo af innlifun hljómi úr hverjum hálsi
Megir þú lifa - að eilífu, Jakob hinn frjálsi
Að eilífu frjáls, að eiífu frjáls
Megir þú lifa – að eilífu, Jakob hinn frjálsi
Megir þú ávallt lífga upp á heim-(m)inn
Megi ljóðin berast fljótt til mín
Megi lífsspeki þín um öll sjö höfin fara
Og þín fagra einfalda heimssýn
Megi lífið við þig leika - sólin sleikja
eins og hundsins endaþarmsop
Megir þú lifa eilífa æsku - kæri Meistari Jakob
Eilífa æsku og lífið sýna þér Zimmerman...ngæsku
Megir þú lifa eilífa æsku – kæri Meistari Jakob.
Hvernig er annað hægt en að elska Jakob og hvað þá Dylan... en Jakob Dylan? - maður spyr sig.