

Október. Maður með ritþunga hönd dregur mosagróin gluggatjöld frá tröllauknu leiksviði dagsbrúnar.
Flugurnar virðast spretta upp úr jörðinni í bylgjandi vetrarkvíða.
Lágur gangur sólar lýsir upp flugurnar Valhoppandi stúlku sem leikur sér að því að þyrla upp logandi rykkornin sem svífa hér inni
í skuggunum sem lengjast og lengjast og krakkana í hverfinu sem eru lýstir raunverulegum árum.
Flugurnar virðast spretta upp úr jörðinni í bylgjandi vetrarkvíða.
Lágur gangur sólar lýsir upp flugurnar Valhoppandi stúlku sem leikur sér að því að þyrla upp logandi rykkornin sem svífa hér inni
í skuggunum sem lengjast og lengjast og krakkana í hverfinu sem eru lýstir raunverulegum árum.
Ljóð úr bók sem virðist aldrei ætla að koma út