Úr sumarkvöldmynd ljósmyndarans raunamædda

Glóandi gospillan sem aldrei virðist eyðast í skýjuðu glasi augna hans
og heldur virðist hún ekki ætlað setjast fyrir vestan Snæfellsjökul.

Hann hlustar á eldri píanóverk Liszts, meðan ljósið penslar baráttu sína í rofnandi skýjafar einsog Biblíugat.

Heiðarnar koma í ljós næstum lárétt lýsing margra vasaljósa niðrúr þykknandi þaki.

Ljósgulir hnoðrar stakir í fjarska, fjólubláar slæður einsog peysa valhoppandi stúlkunnar.

Endurkast hafflatar, ljósið leki indígóbláum olíulitum saman við blágrænt þörungaslím á steinum við mörk sjávar.

?Hver segir svo að ljósið hafi ekki myrkur, héðan í frá lita ég myrkrið allt öðru ljósi.?

 
Hörður Gunnarsson
1962 - ...
Ljóð úr bók sem virðist aldrei ætla að koma út


Ljóð eftir Hörð Gunnarsson

Raunverulegar árur
Úr sumarkvöldmynd ljósmyndarans raunamædda
Skyggnilýsing III