Kyndilberar komandi kynslóðar (er var fullkomnað – týndist – og birtist nú í verri útgáfu en birtist þó)
Raddir morgunsins
þagna til bylgjuagna
raddir kvöldroðans?
Rís ný kynslóð upp
svo menn magna og fagna
nýrri sagna-hefð
Mannlegu eðli
gerð skil með vísindunum
án trúarinnar
-----
Nýta það sem var
vitað og nota í bland
við nýjan fróðleik
Reyna að svara
á þessum heimsins hjara
spurningum lífsins
Framtíð björt eða
rök ragna? – ei þörf (lík)vagna
til vítis lagna
-----
Tíminn er hringrás
Endalaus (boð)hlaup kynslóða(visku)
- ferskra huga þörf
Kynslóðarinnar
kyndilberar, bíða hér
komu Gunnars Dal
Í lífskapphlaupi
ódauðlegu ljóðanna
menningargróða
-----
Óð allra óða
sjóða góð, með Vikk fróða
ljóð allra ljóða
,,Óendanlega
stutt augnablik sem varir
um alla eilífð”*
þagna til bylgjuagna
raddir kvöldroðans?
Rís ný kynslóð upp
svo menn magna og fagna
nýrri sagna-hefð
Mannlegu eðli
gerð skil með vísindunum
án trúarinnar
-----
Nýta það sem var
vitað og nota í bland
við nýjan fróðleik
Reyna að svara
á þessum heimsins hjara
spurningum lífsins
Framtíð björt eða
rök ragna? – ei þörf (lík)vagna
til vítis lagna
-----
Tíminn er hringrás
Endalaus (boð)hlaup kynslóða(visku)
- ferskra huga þörf
Kynslóðarinnar
kyndilberar, bíða hér
komu Gunnars Dal
Í lífskapphlaupi
ódauðlegu ljóðanna
menningargróða
-----
Óð allra óða
sjóða góð, með Vikk fróða
ljóð allra ljóða
,,Óendanlega
stutt augnablik sem varir
um alla eilífð”*
Síðasta erindið merkt * Gunnar Dal -Raddir við gluggann bls 90