Af röðum af martröðum
Mig dreymdi að börn dræpust úr hungri
að dauðinn fengi ekki á mig
sæti dofinn með cola drykk í hönd
dáleiddur og sama um bræðrabönd
Ég leitaði ráða hjá heimilislækni
lausn hafði enga á mínum vanda
enda var honum alveg skítsama
um vanda íbúa annarra landa
Ég leita nú ráða hjá óhefðbundnum
tjáir mér hann dreymi stundum
slíka drauma en ætti þó lausn
sem hann hefur prófað á sér og á hundum
Með grásprengt hár er gægist undan
galdrahatti þeim er hann ber
ber á mig bananakrem og segir:
,,þetta virkar á martröð það ég sver...
...Síðan hef ég aldrei sofið betur
martraðir einungis vakandi
bananakrem þá jafnan á mig ber
stórhættulegur í umferð akandi”
...,,og raunveruleikinn hefur ekki fengið neitt á mig síðan!”
Ég: ,,Fæ þá hjá þér eina túpu”
að dauðinn fengi ekki á mig
sæti dofinn með cola drykk í hönd
dáleiddur og sama um bræðrabönd
Ég leitaði ráða hjá heimilislækni
lausn hafði enga á mínum vanda
enda var honum alveg skítsama
um vanda íbúa annarra landa
Ég leita nú ráða hjá óhefðbundnum
tjáir mér hann dreymi stundum
slíka drauma en ætti þó lausn
sem hann hefur prófað á sér og á hundum
Með grásprengt hár er gægist undan
galdrahatti þeim er hann ber
ber á mig bananakrem og segir:
,,þetta virkar á martröð það ég sver...
...Síðan hef ég aldrei sofið betur
martraðir einungis vakandi
bananakrem þá jafnan á mig ber
stórhættulegur í umferð akandi”
...,,og raunveruleikinn hefur ekki fengið neitt á mig síðan!”
Ég: ,,Fæ þá hjá þér eina túpu”
Næturvaktir bababara!