Þankagangur – árekstur ólíkra heilræða
Illgirnin þó fari þér vel sem karakter
og ömurleg gleði annarra fari í þig
ánægju hafir að hörmungum og dauða
og Disney myndir ríði þér á slig
Mundu að sú illgirnishamingja er haldlaus
Ánægjan skammvinn – bráðlega betri tíð
Snúðu baki við slíkri heimsmynd, heilindi veldu
Umberðu ekki hið illa og yrktu ei nokkurn níð
Öfundin þó sátt virðist að lifa með henni
Og slúðrið virðist þér sem borið í blóð
Niðurif, rógburð og ranghugmyndir
Í raunum þínum rétt finnst að leggja á aðra lóð
Mundu að slíkt veitir skammvinna gleði
Mómentið búið og hamingjan þeirra á ný
Heimsmynd þín og líf ennþá í molum
Andleg vannæring vegur þyngra en blý
Hatrið þó það heilli þig mjög mikið
Hispurslaust og beitt á náungann
Hressandi sé og hiti upp í þér blóðið
Hrækir orðum og kallir hann fávitann
Mundu að hatrið beinist einkum gegn ösnum
En hvernig er jú best að temja slík dýr
Að öskra á þá eða sveifla gómsætri gulrót
Gæti heimur þinn ekki orðið betri og nýr
Græðgin þó hún veiti þér glæsileika
Gullkveðjur og uppfyllingu gerviþarfa
Gospabbafíling, gyðjur og gleði
Góð er hún einnig til annarra þarfa
Mundu að auknu frelsi fylgir ábyrgð
Fjármagn má líka nota til góðgerða
Þegið er frelsi, en sælla er jú að gefa
Grátbólgnu barni – tími til aðgerða?
... vertu sjálfur Jakob innst í hjarta.
og ömurleg gleði annarra fari í þig
ánægju hafir að hörmungum og dauða
og Disney myndir ríði þér á slig
Mundu að sú illgirnishamingja er haldlaus
Ánægjan skammvinn – bráðlega betri tíð
Snúðu baki við slíkri heimsmynd, heilindi veldu
Umberðu ekki hið illa og yrktu ei nokkurn níð
Öfundin þó sátt virðist að lifa með henni
Og slúðrið virðist þér sem borið í blóð
Niðurif, rógburð og ranghugmyndir
Í raunum þínum rétt finnst að leggja á aðra lóð
Mundu að slíkt veitir skammvinna gleði
Mómentið búið og hamingjan þeirra á ný
Heimsmynd þín og líf ennþá í molum
Andleg vannæring vegur þyngra en blý
Hatrið þó það heilli þig mjög mikið
Hispurslaust og beitt á náungann
Hressandi sé og hiti upp í þér blóðið
Hrækir orðum og kallir hann fávitann
Mundu að hatrið beinist einkum gegn ösnum
En hvernig er jú best að temja slík dýr
Að öskra á þá eða sveifla gómsætri gulrót
Gæti heimur þinn ekki orðið betri og nýr
Græðgin þó hún veiti þér glæsileika
Gullkveðjur og uppfyllingu gerviþarfa
Gospabbafíling, gyðjur og gleði
Góð er hún einnig til annarra þarfa
Mundu að auknu frelsi fylgir ábyrgð
Fjármagn má líka nota til góðgerða
Þegið er frelsi, en sælla er jú að gefa
Grátbólgnu barni – tími til aðgerða?
... vertu sjálfur Jakob innst í hjarta.