Ljóð þitt, kemur til mín af fjöllum
Jakob... Dylan – spyr sá sem ekki veit
á þig leit og fyrirfram á þig skeit
– en nú ég veit að þú ert andlegt Live8 fyrirbæri.
Hvergi er grasið eins grænt og við fætur yðar
og sebrahestar hlaupa um brekkurnar sem þú slærð.
Guð og djöfullinn – tvær hliðar á sama peningnum
og Einræðisherrann hitti naglann næstum á höfuðið er hann taldi
að sjálfur andskotinn hefði komist í brekkuna.
Verk þín minna á verk ölóðs rakara
sem niðurlægir fórnalömb sín og skaðar – augnskaðar?
Orðlausir samferða(vinnu)menn þínir segja ekki orð
frekar en postulínspostulinn – það er aðeins vindurinn sem hlær
en þú stendur af þér alla slíka storma
og sáir fræjum þinna verka líkt og sá er sáði fræjum örlaga þinna.
á þig leit og fyrirfram á þig skeit
– en nú ég veit að þú ert andlegt Live8 fyrirbæri.
Hvergi er grasið eins grænt og við fætur yðar
og sebrahestar hlaupa um brekkurnar sem þú slærð.
Guð og djöfullinn – tvær hliðar á sama peningnum
og Einræðisherrann hitti naglann næstum á höfuðið er hann taldi
að sjálfur andskotinn hefði komist í brekkuna.
Verk þín minna á verk ölóðs rakara
sem niðurlægir fórnalömb sín og skaðar – augnskaðar?
Orðlausir samferða(vinnu)menn þínir segja ekki orð
frekar en postulínspostulinn – það er aðeins vindurinn sem hlær
en þú stendur af þér alla slíka storma
og sáir fræjum þinna verka líkt og sá er sáði fræjum örlaga þinna.