Dagar sem allir muna nr.1
Þau trylltu lýðinn í topplausri glæsikerru
Í Texasheimsókn og á þau skein sólin
Minntu mest af öllu á kvikmyndarstjörnur
Árið 1963 og rúmur mánuður í jólin
Hann veifaði og flaggaði sínu fræga brosi
fögur Jackie í bleiku, á vinstri hönd
framhjá Dealey Plaza og Elm Street fóru
allt í einu allir störðu og misstu önd...
Kennedy kippist til og heldur um hálsinn
Höndin blóðrauð og augun þrútin
Annað skotið hæfir hann beint höfuðið í
Heilinn tætur og það vantar einn bútinn
Jackie hrópar og Hill hoppar inn í bílinn
Hlífir forsetanum en hún reynir að stöðva
Blæðingarnar og þau bruna á Parkland
Forsetinn blóðugur með máttlausa vöðva
Klukkan er 13:00 og frá Parkland tilkynnt:
,,Kennedy forseti er af skotsárum látinn”
Þjóðin hlustar og sem lömuð hún liggur
Í losti uns hún brotnar, brestur í grátinn
Fréttirnar berast fljótlega landanna á milli
Það er íslenskur rigningardagur og rotinn
Og enn rifja eldri menn og konur það upp
Hvar þau voru daginn sem Kennedy var skotinn
,,og allt stóð kyrrt um stund og allir misstu andann
Og vissu að þetta var einn af þessum dögum
þar sem allir muna hvar og með hverjum þeir stóðu
Hversdagur sem til er í ótal ólíkum sögum”
Í Texasheimsókn og á þau skein sólin
Minntu mest af öllu á kvikmyndarstjörnur
Árið 1963 og rúmur mánuður í jólin
Hann veifaði og flaggaði sínu fræga brosi
fögur Jackie í bleiku, á vinstri hönd
framhjá Dealey Plaza og Elm Street fóru
allt í einu allir störðu og misstu önd...
Kennedy kippist til og heldur um hálsinn
Höndin blóðrauð og augun þrútin
Annað skotið hæfir hann beint höfuðið í
Heilinn tætur og það vantar einn bútinn
Jackie hrópar og Hill hoppar inn í bílinn
Hlífir forsetanum en hún reynir að stöðva
Blæðingarnar og þau bruna á Parkland
Forsetinn blóðugur með máttlausa vöðva
Klukkan er 13:00 og frá Parkland tilkynnt:
,,Kennedy forseti er af skotsárum látinn”
Þjóðin hlustar og sem lömuð hún liggur
Í losti uns hún brotnar, brestur í grátinn
Fréttirnar berast fljótlega landanna á milli
Það er íslenskur rigningardagur og rotinn
Og enn rifja eldri menn og konur það upp
Hvar þau voru daginn sem Kennedy var skotinn
,,og allt stóð kyrrt um stund og allir misstu andann
Og vissu að þetta var einn af þessum dögum
þar sem allir muna hvar og með hverjum þeir stóðu
Hversdagur sem til er í ótal ólíkum sögum”