Dagur sem allir muna nr.2
Það var miðnætti og ellefu menn vakandi
,,minister” bað fyrir þeim
Að þeim gengi vel - kláruðu verkefnið
og kæmu að lokum heilir heim
Þeir settust og átu sinn síðasta morgunverð
Skinku, egg og ananasbita
Áður en þeir slíðruðu hinstu heimsins sverð
Með því einu að varpa hita
Fengu það verkefni að fljúga ,,litlum dreng”
Fjögurþúsundogfjögurhunduð kíl-ó-a
Þeir höfðu látið slíkan falla í Nýju Mexikó
Svona rétt til þess eins að ,,pró(f)a”
Þeir vörpuðu honum út úr 580 metra hæð
Klukkan 8:15 að staðartíma
Hann náði mest (í miðju) 5400 gráðu hita
Á lendingarstaðnum í Hirosima.
Það kemur enn til tals hjá eldra fólki
og þau muna enn hvar þau voru á þeim tíma
Er Red Sox aðdáandinn Thomas Ferebee
Varpaði sprengjunni á Hirosima
Fyrir viðstadda var veröldin dauð
Þögnin ógeðfelld, ekkert að segja
En úr fjarlægð var sveppurinn fagur
Fjöldinn aðeins tölfræði þeirra er deyja
,,minister” bað fyrir þeim
Að þeim gengi vel - kláruðu verkefnið
og kæmu að lokum heilir heim
Þeir settust og átu sinn síðasta morgunverð
Skinku, egg og ananasbita
Áður en þeir slíðruðu hinstu heimsins sverð
Með því einu að varpa hita
Fengu það verkefni að fljúga ,,litlum dreng”
Fjögurþúsundogfjögurhunduð kíl-ó-a
Þeir höfðu látið slíkan falla í Nýju Mexikó
Svona rétt til þess eins að ,,pró(f)a”
Þeir vörpuðu honum út úr 580 metra hæð
Klukkan 8:15 að staðartíma
Hann náði mest (í miðju) 5400 gráðu hita
Á lendingarstaðnum í Hirosima.
Það kemur enn til tals hjá eldra fólki
og þau muna enn hvar þau voru á þeim tíma
Er Red Sox aðdáandinn Thomas Ferebee
Varpaði sprengjunni á Hirosima
Fyrir viðstadda var veröldin dauð
Þögnin ógeðfelld, ekkert að segja
En úr fjarlægð var sveppurinn fagur
Fjöldinn aðeins tölfræði þeirra er deyja